Borgarnes Kennarasamningar kalla á yfirferð í rekstri sveitarfélaganna.
Borg­ar­nes Kenn­ara­samn­ing­ar kalla á yf­ir­ferð í rekstri sveit­ar­fé­lag­anna. — Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Byggðarráð Borg­ar­byggðar hef­ur samþykkt að fara í mark­vissa yf­ir­ferð á rekstri og hagræða eft­ir föng­um eins og nú þarf vegna auk­inna út­gjalda sem fylgja nýj­um kjara­samn­ingi sveit­ar­fé­lag­anna við Kenn­ara­sam­band Íslands. Áætlað er að bein áhrif samn­ings­ins leiði til hækk­un­ar á áætluðum launa­kostnaði Borg­ar­byggðar um 123 m.kr. um­fram fjár­hags­áætl­un. Fyr­ir fram var áætlað að launa­kostnaður sveit­ar­fé­lags­ins vegna kenn­ara yrði 1.460 m.kr. Að teknu til­liti til áhrifa hækk­un­ar út­svars verður hrein út­gjalda­aukn­ing um 105 m.kr.

Rekst­ur Borg­ar­byggðar er traust­ur og skuld­astaða góð. Mik­il upp­bygg­ing stend­ur nú yfir og munu skuld­ir sveit­ar­fé­lags­ins hækka af þeim sök­um. „Það er því enn mik­il­væg­ara en áður að leita leiða til að efla und­ir­liggj­andi rekstr­araf­komu Borg­ar­byggðar til lengri tíma,“ seg­ir byggðarráð.