Hæstirétt­ur hef­ur þyngt dóm yfir karl­manni sem var dæmd­ur í þriggja og hálfs árs fang­elsi fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn fyrr­ver­andi stjúp­dótt­ur sinni í fyrra. Hæstirétt­ur staðfest­ir dóm­inn en dæmdi mann­inn í fimm ára fang­elsi.

Maður­inn var ákærður fyr­ir kyn­ferðis­brot gegn barni, dótt­ur þáver­andi sam­býl­is­konu sinn­ar, og stór­fellt brot í nánu sam­bandi á ár­un­um 2016 til 2019. Fram kom í ákæru að hann hefði mis­notað frek­lega yf­ir­burðastöðu sína gagn­vart stúlk­unni, traust henn­ar og trúnað sem stjúp­faðir og á al­var­leg­an hátt ógnað heilsu og vel­ferð henn­ar með því að hafa í ótil­greind­an fjölda skipta með ólög­mætri nauðung haft við hana önn­ur kyn­ferðismök en sam­ræði auk þess að sýna henni klám­mynd­ir og taka mynd af kyn­fær­um henn­ar. Með dómi héraðsdóms var maður­inn sýknaður af þeim brot­um sem hon­um voru gef­in að sök en með dómi Lands­rétt­ar var hann sak­felld­ur og dæmd­ur í fang­elsi í þrjú ár og sex mánuði.