Sjómannaskólinn Hús sem setur svip sinn á Reykjavík. Menntun þeirra sem starfa til sjós er í örri þróun sem nú verður kynnt fólki.
Sjó­manna­skól­inn Hús sem set­ur svip sinn á Reykja­vík. Mennt­un þeirra sem starfa til sjós er í örri þróun sem nú verður kynnt fólki. — Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Bryddað verður upp á ýmsu skemmti­legu á Skrúfu­deg­in­um, ár­legri kynn­ing­ar­dag­skrá nem­enda í vél­stjórn og skip­stjórn við Tækni­skól­ann. Þetta verður næst­kom­andi laug­ar­dag 29. mars milli kl. 13-16 í Sjó­manna­skóla­hús­inu við Há­teigs­veg í Reykja­vík.

Gest­um og gang­andi gefst á Skrúfu­degi meðal ann­ars kost­ur á að skoða aðstöðuna í skól­an­um, fara í sigl­ingu í skip­stjórn­ar­hermi skól­ans, heilsa upp á nem­end­ur og starfs­fólk og skoða út­sýnið úr turni skóla­húss­ins, sem er þekkt kenni­leiti í Reykja­vík. Veit­inga­sala verður í mötu­neyti skól­ans og fjöl­mörg fyr­ir­tæki og stofn­an­ir verða með kynn­ingu sína við skól­ann. Þar á meðal eru Land­helg­is­gæsl­an og Björg­un­ar­sveit­in Ársæll, sem verður með björg­un­ar­bát til sýn­is, auk þeirra verður hægt að spreyta sig í suðuhermi, sigl­inga­tækj­um ým­iss kon­ar og skoða véla­sal skól­ans.

Dag­skrá hefst stund­vís­lega klukk­an 13

...