
Bryddað verður upp á ýmsu skemmtilegu á Skrúfudeginum, árlegri kynningardagskrá nemenda í vélstjórn og skipstjórn við Tækniskólann. Þetta verður næstkomandi laugardag 29. mars milli kl. 13-16 í Sjómannaskólahúsinu við Háteigsveg í Reykjavík.
Gestum og gangandi gefst á Skrúfudegi meðal annars kostur á að skoða aðstöðuna í skólanum, fara í siglingu í skipstjórnarhermi skólans, heilsa upp á nemendur og starfsfólk og skoða útsýnið úr turni skólahússins, sem er þekkt kennileiti í Reykjavík. Veitingasala verður í mötuneyti skólans og fjölmörg fyrirtæki og stofnanir verða með kynningu sína við skólann. Þar á meðal eru Landhelgisgæslan og Björgunarsveitin Ársæll, sem verður með björgunarbát til sýnis, auk þeirra verður hægt að spreyta sig í suðuhermi, siglingatækjum ýmiss konar og skoða vélasal skólans.
Dagskrá hefst stundvíslega klukkan 13
...