
Þórarinn Hjaltason, Ragnar Árnason
18 mars sl. birtist löng grein í fréttamiðlinum Vísi. Í þeirri grein fer forstöðumaður Verkefnastofu borgarlínu, Atli B. Levy, fögrum orðum um áform um svokallaða borgarlínu og vísar til þess að reiknaður ábati af samgöngusáttmálanum sé talinn 1.140 milljarðar á næstu 50 árum (Cowi 2024).
Samgöngusáttmálinn
Samgöngusáttmálinn er samkomulag ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um að bæta samgöngur á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 2019-2040. Sem slíkur nær hann til fjölmargra samgönguframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Þeirra á meðal eru breikkun vega, mislæg gatnamót, jarðgöng, vegstokkar, snjallvæðing umferðarljósa, hjólreiðastígar o.fl. Margar þessara framkvæmda eru afar hagkvæmar.