Þótt fjöldi sam­göngu­fram­kvæmda á höfuðborg­ar­svæðinu sé hag­kvæm­ur rétt­læt­ir það ekki að sólunda hátt í 200 mö. kr. í þjóðhags­lega óhag­kvæma borg­ar­línu.
Ragnar Árnason
Ragn­ar Árna­son

Þór­ar­inn Hjalta­son, Ragn­ar Árna­son

18 mars sl. birt­ist löng grein í fréttamiðlin­um Vísi. Í þeirri grein fer for­stöðumaður Verk­efna­stofu borg­ar­línu, Atli B. Levy, fögr­um orðum um áform um svo­kallaða borg­ar­línu og vís­ar til þess að reiknaður ábati af sam­göngusátt­mál­an­um sé tal­inn 1.140 millj­arðar á næstu 50 árum (Cowi 2024).

Sam­göngusátt­mál­inn

Sam­göngusátt­mál­inn er sam­komu­lag rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna á höfuðborg­ar­svæðinu um að bæta sam­göng­ur á höfuðborg­ar­svæðinu á tíma­bil­inu 2019-2040. Sem slík­ur nær hann til fjöl­margra sam­göngu­fram­kvæmda á höfuðborg­ar­svæðinu. Þeirra á meðal eru breikk­un vega, mis­læg gatna­mót, jarðgöng, veg­stokk­ar, snjall­væðing um­ferðarljósa, hjól­reiðastíg­ar o.fl. Marg­ar þess­ara fram­kvæmda eru afar hag­kvæm­ar.

Borg­ar­lín­an afar

...