Börn sem lög­regl­an hef­ur þurft að hafa af­skipti af upp­lifa mörg hver óþarfa hörku af hálfu lög­regl­unn­ar og að beit­ing þving­un­ar eigi ekki alltaf rétt á sér, að þeirra mati. Dæmi eru um að börn hafi slasast við hand­töku, meðal ann­ars fengið bruna­sár og mar und­an hand­járn­um
Löggæsla Dæmi eru um að börn hafi slasast við handtöku lögreglu.
Lög­gæsla Dæmi eru um að börn hafi slasast við hand­töku lög­reglu. — Morg­un­blaðið/​Ari Páll

Sól­rún Lilja Ragn­ars­dótt­ir

sol­run@mbl.is

Börn sem lög­regl­an hef­ur þurft að hafa af­skipti af upp­lifa mörg hver óþarfa hörku af hálfu lög­regl­unn­ar og að beit­ing þving­un­ar eigi ekki alltaf rétt á sér, að þeirra mati.

Dæmi eru um að börn hafi slasast við hand­töku, meðal ann­ars fengið bruna­sár og mar und­an hand­járn­um.

Þá eru frels­is­svipt­ing­ar börn­um mjög þung­bær­ar í flest­um til­fell­um og valda þeim mik­illi van­líðan. Börn sem hafa verið neyðar­vistuð á lög­reglu­stöðinni í Flata­hrauni í Hafnar­f­irði lýsa aðstæðum þar sem skelfi­leg­um.

„Mann lang­ar að drepa sig þarna, gjör­sam­lega,“ sagði eitt barn­anna þegar það var beðið að lýsa því hvernig væri að vera á Flata­hrauni. Annað barn lýsti því sem „hel­víti“ að vera

...