
Bræður Jón Múli og Jónas Árnasynir á góðri stund í útvarpshúsinu.
Tónleikar verða haldnir í Salnum í Kópavogi næstkomandi laugardagskvöld, 29. mars. Þar verða flutt lög og textar bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasona, sem mörg hver náðu miklum vinsældum meðal þjóðarinnar á sínum tíma.
Tónleikarnir nefnast Á Ljúflingshól, sem vísar til vinsæls lags þeirra bræðra. Hljómsveitarstjórn og útsetningar laga eru í höndum Magnúsar Þórs Sveinssonar. Sögumaður og kynnir verður Valgerður Erlingsdóttir en Gná tónleikar standa fyrir viðburðinum.
Lögin flytja söngvararnir Svanhildur Jakobsdóttir, Kristján Gíslason, Hreindís Ylfa, Daníel E. Arnarsson, Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson og Ingibjörg Fríða.
Miðasala fer fram á tix.is eða í síma 441-7500.