Bræður Jón Múli og Jónas Árnasynir á góðri stund í útvarpshúsinu.
Bræður Jón Múli og Jón­as Árna­syn­ir á góðri stund í út­varps­hús­inu.

Tón­leik­ar verða haldn­ir í Saln­um í Kópa­vogi næst­kom­andi laug­ar­dags­kvöld, 29. mars. Þar verða flutt lög og text­ar bræðranna Jóns Múla og Jónas­ar Árna­sona, sem mörg hver náðu mikl­um vin­sæld­um meðal þjóðar­inn­ar á sín­um tíma.

Tón­leik­arn­ir nefn­ast Á Ljúf­lings­hól, sem vís­ar til vin­sæls lags þeirra bræðra. Hljóm­sveit­ar­stjórn og út­setn­ing­ar laga eru í hönd­um Magnús­ar Þórs Sveins­son­ar. Sögumaður og kynn­ir verður Val­gerður Erl­ings­dótt­ir en Gná tón­leik­ar standa fyr­ir viðburðinum.

Lög­in flytja söngv­ar­arn­ir Svan­hild­ur Jak­obs­dótt­ir, Kristján Gísla­son, Hrein­dís Ylfa, Daní­el E. Arn­ars­son, Guðbrand­ur Ægir Ásbjörns­son og Ingi­björg Fríða.

Miðasala fer fram á tix.is eða í síma 441-7500.