Mogginn, nýtt app Morgunblaðsins og mbl.is, er komið í loftið. Í Mogganum er að finna allt efni Morgunblaðsins, mbl.is og K100 og gott betur, því þar má einnig finna sjónvarpsefni, hlaðvörp og leiki

Mogginn, nýtt app Morgunblaðsins og mbl.is, er komið í loftið. Í Mogganum er að finna allt efni Morgunblaðsins, mbl.is og K100 og gott betur, því þar má einnig finna sjónvarpsefni, hlaðvörp og leiki.
Mogginn er fáanlegur í Apple Store og Google Play og er ókeypis.
Þetta er fyrsta eiginlega frétta-appið á Íslandi og bylting í miðlun frétta og afþreyingar. Meðal spennandi nýjunga er að appið gerir viðvart um stórfréttir, en eins má nefna að Morgunblaðið er nú allt stafvætt, sem gerir það mun læsilegra í símum og spjaldtölvum.
Lesendum gefst nú tækifæri til að njóta alls þess efnis sem miðlarnir hafa fram að færa á einum stað, hvort sem er til að lesa, horfa, hlusta eða leysa þrautir.
Appið var kynnt
...