![[setja inn logo Sjónvarps Símans]](/myndir/gagnasafn/2025/03/27/b981daec-baf6-4f13-9b90-3668bcd5c1bb.jpg)
Önnur þáttaröðin af Íslenskum sakamálum hefur hafið göngu sína í Sjónvarpi Símans Premium. Fyrsti þáttur var sýndur á fimmtudag fyrir viku og í honum var fjallað um óhugnanlegt sjóslys sem átti sér stað árið 2005. Þá steytti skemmtibátur á skeri við Laugarnes í Reykjavík með þeim afleiðingum að par lést. Þriggja manna fjölskylda komst naumlega lífs af en báturinn sökk skömmu síðar.
Skipstjóri bátsins var síðar dæmdur fyrir tvöfalt manndráp af gáleysi og hlaut þriggja ára fangelsisdóm. Í fréttatilkynningu kemur fram að margt sé enn óljóst varðandi atburðarásina og fjölskylda hinna látnu telji að enn séu mörg kurl ekki komin til grafar.
Í fréttatilkynningunni segir einnig að umfjöllunin varpi nýju ljósi á málið með áður óséðu myndefni og viðtölum við vitni og aðstandendur, sem nú ræði málið opinberlega í fyrsta sinn.
Framhald verður á umfjölluninni um málið í öðrum þætti þáttaraðarinnar og verður hann sendur út í kvöld.