[setja inn logo Sjónvarps Símans]
[setja inn logo Sjón­varps Sím­ans]

Önnur þáttaröðin af Íslensk­um saka­mál­um hef­ur hafið göngu sína í Sjón­varpi Sím­ans Premium. Fyrsti þátt­ur var sýnd­ur á fimmtu­dag fyr­ir viku og í hon­um var fjallað um óhugn­an­legt sjó­slys sem átti sér stað árið 2005. Þá steytti skemmti­bát­ur á skeri við Laug­ar­nes í Reykja­vík með þeim af­leiðing­um að par lést. Þriggja manna fjöl­skylda komst naum­lega lífs af en bát­ur­inn sökk skömmu síðar.

Skip­stjóri báts­ins var síðar dæmd­ur fyr­ir tvö­falt mann­dráp af gá­leysi og hlaut þriggja ára fang­els­is­dóm. Í frétta­til­kynn­ingu kem­ur fram að margt sé enn óljóst varðandi at­b­urðarás­ina og fjöl­skylda hinna látnu telji að enn séu mörg kurl ekki kom­in til graf­ar.

Í frétta­til­kynn­ing­unni seg­ir einnig að um­fjöll­un­in varpi nýju ljósi á málið með áður óséðu mynd­efni og viðtöl­um við vitni og aðstand­end­ur, sem nú ræði málið op­in­ber­lega í fyrsta sinn.

Fram­hald verður á um­fjöll­un­inni um málið í öðrum þætti þátt­araðar­inn­ar og verður hann send­ur út í kvöld.