Bæta þarf fyr­ir­komu­lag götu­lýs­ing­ar í Reykja­vík, sem hef­ur verið ábóta­vant í mörg­um hverf­um.
Kjartan Magnússon
Kjart­an Magnús­son

Kjart­an Magnús­son

Götu­lýs­ingu hef­ur verið ábóta­vant í mörg­um hverf­um Reykja­vík­ur und­an­farna vet­ur vegna ónógs viðhalds og tíðra bil­ana. Mörg dæmi eru um að ljósastaur­ar hafi verið óvirk­ir vik­um og jafn­vel mánuðum sam­an. Slík óvirkni veld­ur óþæg­ind­um og jafn­vel hættu.

Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa fengið fjölda kvart­ana um óvirka götulampa og í kjöl­farið lagt fram til­lög­ur um viðgerðir og úr­bæt­ur. Svo marg­ar hafa kvart­an­irn­ar verið að aug­ljóst er að ekki er um óhappa­til­vilj­un að ræða held­ur er eitt­hvað að í sjálfu kerf­inu.

Mik­il­vægt ör­ygg­is­mál

Götu­lýs­ing er með elstu sam­eig­in­leg­um verk­efn­um Reyk­vík­inga. Eitt helsta hlut­verk henn­ar er að auka um­ferðarör­yggi veg­far­enda. Borg­in mun verja um 196 millj­ón­um króna til götu­lýs­ing­ar á ár­inu 2025. Árið 2022

...