
Kjartan Magnússon
Götulýsingu hefur verið ábótavant í mörgum hverfum Reykjavíkur undanfarna vetur vegna ónógs viðhalds og tíðra bilana. Mörg dæmi eru um að ljósastaurar hafi verið óvirkir vikum og jafnvel mánuðum saman. Slík óvirkni veldur óþægindum og jafnvel hættu.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa fengið fjölda kvartana um óvirka götulampa og í kjölfarið lagt fram tillögur um viðgerðir og úrbætur. Svo margar hafa kvartanirnar verið að augljóst er að ekki er um óhappatilviljun að ræða heldur er eitthvað að í sjálfu kerfinu.
Mikilvægt öryggismál
Götulýsing er með elstu sameiginlegum verkefnum Reykvíkinga. Eitt helsta hlutverk hennar er að auka umferðaröryggi vegfarenda. Borgin mun verja um 196 milljónum króna til götulýsingar á árinu 2025. Árið 2022
...