Óskar­sverðlauna­leik­stjór­inn Christoph­er Nol­an er vænt­an­leg­ur til lands­ins í júní. Þá fara fram tök­ur á stór­mynd hans The Odyss­ey, sem byggð er á Ódysseifskviðu, og í aðal­hlut­verk­um verða marg­ir af vin­sæl­ustu leik­ur­um í Hollywood í dag
Konungur Matt Damon í hlutverki Ódysseifs í mynd Christophers Nolans.
Kon­ung­ur Matt Damon í hlut­verki Ódysseifs í mynd Christoph­ers Nol­ans.

Óskar­sverðlauna­leik­stjór­inn Christoph­er Nol­an er vænt­an­leg­ur til lands­ins í júní. Þá fara fram tök­ur á stór­mynd hans The Odyss­ey, sem byggð er á Ódysseifskviðu, og í aðal­hlut­verk­um verða marg­ir af vin­sæl­ustu leik­ur­um í Hollywood í dag. Þar á meðal eru Matt Damon, í hlut­verki Ódysseifs, Tom Hol­land, Anne Hat­haway, Zendaya, Lupita Nyong'o, Robert Patt­in­son og Charlize Theron.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins verða tök­urn­ar hér afar um­fangs­mikl­ar. Mörg hundruð manns munu koma að þeim. Fram­leiðslu­fyr­ir­tækið Tru­eN­orth held­ur utan um fram­leiðsluna hér á landi. Leif­ur B. Dag­finns­son, fram­leiðandi hjá Tru­eN­orth, vildi ekki tjá sig þegar eft­ir því var leitað í gær.

Þetta verður í þriðja skiptið sem Nol­an tek­ur stór­mynd hér á landi. Þær fyrri

...