
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Húsið, sem hefur að mörgu leyti hentað okkur vel, er illa farið og ljóst að Flóahreppur hefur ekki svigrúm til endurbóta. Því er sala á byggingunni í svo mörgu tilliti eðlileg,“ segir Margrét Jónsdóttir á Syðra-Velli í Flóa. Hún er eigandi að Ullarversluninni Þingborg sem er í Gömlu-Þingborg, fyrrverandi skólahúsi og félagsheimili skammt fyrir austan Selfoss.
Nú hefur Flóahreppur selt Vegagerðinni húsið, sem er innan helgunarsvæðis núverandi hringvegar sem til stendur að breikka á næstu árum. Vinna við undirbúning þess er hafin og í fyllingu tímans víkur gamla húsið, byggt um 1930.
„Ég er ekkert á hrakhólum með búðina í bili, enda gilda leigusamningar áfram og húsið verður ekki rifið á næstunni. Við þurfum þó að fara að líta
...