Landgrunnið Bjarni Már Magnússon ræðir landgrunn Íslands í Dagmálum.
Land­grunnið Bjarni Már Magnús­son ræðir land­grunn Íslands í Dag­mál­um.

Land­grunns­nefnd Sam­einuðu þjóðanna hef­ur lagt fram til­lög­ur um full­veld­is­rétt Íslands yfir land­grunn­inu á Reykja­nes­hrygg. Íslenska ríkið þarf að inn­leiða þess­ar til­lög­ur í lög­gjöf lands­ins og þar með eru gríðar­mikl­ir hags­mun­ir tryggðir um ald­ur og ævi. Þar með verða ytri mörk land­grunns­ins end­an­leg og bind­andi. Rétt er að ít­reka að þetta snýr ein­vörðungu að sjáv­ar­botn­in­um fyr­ir utan efna­hagslög­sög­una. Doktor Bjarni Már Magnús­son ræðir þetta mikla hags­muna­mál í þætti dags­ins. Hann seg­ir al­geng­ast, þegar horft er til land­grunns eða sjáv­ar­botns, að verðmæti á borð við olíu eða gas séu drif­kraft­ur­inn. Ekki er vitað til þess að slík verðmæti sé að finna á Reykja­nes­hrygg en þekkt er að þar er jarðhiti. „Þetta er stór­merki­legt mál,“ seg­ir Bjarni.