Til stend­ur að gefa út bók með teikn­ing­um eft­ir Hall­dór Pét­urs­son sem birt­ust í Morg­un­blaðinu á síðustu öld en Hall­dór er al­mennt tal­inn einn fremsti teikn­ari þjóðar­inn­ar. Þeir sem vinna að út­gáfu óska eft­ir ein­tök­um af Morg­un­blaðinu frá 1959-1961 ef þau skyldu leyn­ast ein­hvers staðar
Morgunblaðið Hér má sjá dæmi af myndum sem leitað er að.
Morg­un­blaðið Hér má sjá dæmi af mynd­um sem leitað er að.

Kristján Jóns­son

kris@mbl.is

Til stend­ur að gefa út bók með teikn­ing­um eft­ir Hall­dór Pét­urs­son sem birt­ust í Morg­un­blaðinu á síðustu öld en Hall­dór er al­mennt tal­inn einn fremsti teikn­ari þjóðar­inn­ar. Þeir sem vinna að út­gáfu óska eft­ir ein­tök­um af Morg­un­blaðinu frá 1959-1961 ef þau skyldu leyn­ast ein­hvers staðar.

„Bók­in er með mynd­um eft­ir Hall­dór sem hann teiknaði og birt­ust í blaðinu á ár­un­um 1959 til 1961. Jón Karl Helga­son bók­mennta­fræðing­ur kom að máli mig við mig varðandi þetta verk­efni. Hann er áhuga­sam­ur um mynda­sög­ur og ég hef gefið út mynda­sög­ur hjá mínu for­lagi. Mér fannst hug­mynd­in strax góð,“ seg­ir Jean Posocco hjá Froski út­gáfu en Bjarni Hinriks­son mynda­sögu­höf­und­ur er með þeim í rit­stjórn vegna út­gáfu bók­ar­inn­ar. „Þetta eru fyrstu mynda­sagnaserí­ur eft­ir Íslend­inga sem birt­ust

...