
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Til stendur að gefa út bók með teikningum eftir Halldór Pétursson sem birtust í Morgunblaðinu á síðustu öld en Halldór er almennt talinn einn fremsti teiknari þjóðarinnar. Þeir sem vinna að útgáfu óska eftir eintökum af Morgunblaðinu frá 1959-1961 ef þau skyldu leynast einhvers staðar.
„Bókin er með myndum eftir Halldór sem hann teiknaði og birtust í blaðinu á árunum 1959 til 1961. Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur kom að máli mig við mig varðandi þetta verkefni. Hann er áhugasamur um myndasögur og ég hef gefið út myndasögur hjá mínu forlagi. Mér fannst hugmyndin strax góð,“ segir Jean Posocco hjá Froski útgáfu en Bjarni Hinriksson myndasöguhöfundur er með þeim í ritstjórn vegna útgáfu bókarinnar. „Þetta eru fyrstu myndasagnaseríur eftir Íslendinga sem birtust
...