Tökur á stórmynd Christophers Nolans, The Odyssey, munu fara fram hér á landi í júní. Myndin er byggð á Ódysseifskviðu og í aðalhlutverkum verða margir af vinsælustu leikurunum í Hollywood í dag

Zendaya
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Tökur á stórmynd Christophers Nolans, The Odyssey, munu fara fram hér á landi í júní. Myndin er byggð á Ódysseifskviðu og í aðalhlutverkum verða margir af vinsælustu leikurunum í Hollywood í dag.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins verða tökurnar hér afar umfangsmiklar. Þær fara fram á Suðurlandi og mörg hundruð manns munu koma að þeim. Framleiðslufyrirtækið TrueNorth heldur utan um framleiðsluna hér á landi. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, vildi ekki tjá sig þegar eftir því var leitað í gær.
Tökur á The Odyssey eru þegar hafnar en þær fara fram víða um heim. Meðal tökustaða eru Grikkland, Marokkó, Sikiley og Los Angeles auk Íslands.
...