
Ólafur Pálsson
olafur@mbl.is
Teknir verða inn 95 lögreglunemar í haust, að sögn Leifs Gauta Sigurðssonar, lögreglufulltrúa hjá mennta- og starfsþróunarsetri ríkislögreglustjóra.
Tæplega áratugur er síðan lögreglunám var fært á háskólastig en Háskólinn á Akureyri sér um bóknámshlutann og þangað greiða lögreglunemar skólagjöld. Verknámshlutinn fer fram í Reykjavík hjá mennta- og starfsþróunarsetrinu.
Blaðamaður og ljósmyndari vörðu hluta úr degi með lögreglunemum og skyggndust inn í þjálfun þeirra.
Leifur Gauti hefur verið í lögreglunni frá árinu 1998 þegar hann hóf störf sem afleysingamaður en fór svo í lögregluskólann ári síðar. Hann hefur unnið ýmis störf innan lögreglunnar og meðal annars
...