Grisjun Skógræktarfélagið gerði ekki tilboð en sendi bréf til borgarinnar.
Grisj­un Skóg­rækt­ar­fé­lagið gerði ekki til­boð en sendi bréf til borg­ar­inn­ar. — Ljós­mynd/​Tandra­bretti

Vegna frétt­ar Morg­un­blaðsins í gær um mis­mun­andi til­boð í skóg­ar­högg í Öskju­hlíð vill Reykja­vík­ur­borg koma á fram­færi að ekki var um útboð að ræða, eins og fram kom í frétt­inni, held­ur verðfyr­ir­spurn. Fram kom að 450 millj­óna mun­ur var á hæsta og lægsta til­boði.

Í frétt­inni kom fram að Skóg­rækt­ar­fé­lag Reykja­vík­ur hefði sent inn ófull­nægj­andi til­boð í verkið þar sem ekki kom fram upp­hæð, og var það sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Reykja­vík­ur­borg.

Skóg­rækt­ar­fé­lagið óskaði eft­ir leiðrétt­ingu því fé­lagið seg­ist ekki hafa sent inn til­boð, held­ur bréf til borg­ar­inn­ar. Fé­lagið hafnaði beiðni um að bréfið feng­ist birt.