
Grisjun Skógræktarfélagið gerði ekki tilboð en sendi bréf til borgarinnar.
— Ljósmynd/Tandrabretti
Vegna fréttar Morgunblaðsins í gær um mismunandi tilboð í skógarhögg í Öskjuhlíð vill Reykjavíkurborg koma á framfæri að ekki var um útboð að ræða, eins og fram kom í fréttinni, heldur verðfyrirspurn. Fram kom að 450 milljóna munur var á hæsta og lægsta tilboði.
Í fréttinni kom fram að Skógræktarfélag Reykjavíkur hefði sent inn ófullnægjandi tilboð í verkið þar sem ekki kom fram upphæð, og var það samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg.
Skógræktarfélagið óskaði eftir leiðréttingu því félagið segist ekki hafa sent inn tilboð, heldur bréf til borgarinnar. Félagið hafnaði beiðni um að bréfið fengist birt.