„Já, við erum sannarlega í breyttum heimi með tröllaukið áreiti sem börn verða fyrir. Við þurfum einfaldlega að mæta því með samhentum aðgerðum. Breiðholt er mikið í umræðunni núna en sömu áskoranir eru víðar,“ segir Skúli Þór Helgason borgarfulltrúi

Reykjavík „Ég brenn fyrir betra samfélagi og menntun fyrir öll börn,“ segir Skúli Þór, hér við tónleikastaðinn.
— Morgunblaðið/Eyþór
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Já, við erum sannarlega í breyttum heimi með tröllaukið áreiti sem börn verða fyrir. Við þurfum einfaldlega að mæta því með samhentum aðgerðum. Breiðholt er mikið í umræðunni núna en sömu áskoranir eru víðar,“ segir Skúli Þór Helgason borgarfulltrúi.
Listamenn í miklum metum
Í tilefni af 60 ára afmæli sínu um miðjan næsta mánuð hefur Skúli ákveðið að efna til góðgerðartónleika sem verða í Iðnó fimmtudagskvöldið 10. apríl. Þar koma fram Mugison, Páll Óskar, GDRN, Ragga Gísla með hljómsveit, Emmsjé Gauti, Inspector Spacetime og Ra:tio (DJ). Allir eru þeir listamenn sem að framan greinir í miklum metum hjá Skúla og mörgum þeirra hefur hann starfað með.
Tónleikarnir bera
...