
Björgunarafrekið við Látrabjarg er yfirskrift dagskrár í tengslum við sýningu Sjóminjasafnsins á heimildamynd Óskars Gíslasonar um eitt fræknasta björgunarafrek Íslandssögunnar, þegar 12 af 15 skipverjum af togaranum Dhoon var bjargað þann 12. desember 1947.
Dagskráin hefst kl. 13 sunnudaginn 30. mars í Sjóminjasafninu í Reykjavík og stendur til kl. 16.30. Viðburðurinn er ókeypis en kvikmyndin verður í sýningu á Sjóminjasafninu til 8. apríl nk.
Dagskráin hefst á fyrirlestri Gunnars Tómasar Kristóferssonar, sérfræðings Kvikmyndasafns Íslands. Síðan verður sýning á kvikmynd Óskars Gíslasonar. Þá tekur Örn Smárason, sviðsstjóri sjóbjörgunar hjá björgunarsveitinni Ársæli, við og segir frá sjóbjörgunum dagsins í dag. Óttar Sveinsson, höfundur Útkalls-bókanna, verður með bækur til sölu og áritunar milli klukkan 14.30 og 15.00 og Reykjavíkurdeild Slysavarnafélagsins verður með kaffiveitingar.
Viðburðurinn er unninn í samstarfi við Kvikmyndasafn Íslands,
...