Látrabjarg Frá björgun skipverja úr Dhoon í desember 1947.
Látra­bjarg Frá björg­un skip­verja úr Dhoon í des­em­ber 1947. — Ljós­mynd/Ó​skar Gísla­son

Björg­un­ar­a­frekið við Látra­bjarg er yf­ir­skrift dag­skrár í tengsl­um við sýn­ingu Sjó­minja­safns­ins á heim­ilda­mynd Óskars Gísla­son­ar um eitt frækn­asta björg­un­ar­a­frek Íslands­sög­unn­ar, þegar 12 af 15 skip­verj­um af tog­ar­an­um Dhoon var bjargað þann 12. des­em­ber 1947.

Dag­skrá­in hefst kl. 13 sunnu­dag­inn 30. mars í Sjó­minja­safn­inu í Reykja­vík og stend­ur til kl. 16.30. Viðburður­inn er ókeyp­is en kvik­mynd­in verður í sýn­ingu á Sjó­minja­safn­inu til 8. apríl nk.

Dag­skrá­in hefst á fyr­ir­lestri Gunn­ars Tóm­as­ar Kristó­fers­son­ar, sér­fræðings Kvik­mynda­safns Íslands. Síðan verður sýn­ing á kvik­mynd Óskars Gísla­son­ar. Þá tek­ur Örn Smára­son, sviðsstjóri sjó­björg­un­ar hjá björg­un­ar­sveit­inni Ársæli, við og seg­ir frá sjó­björg­un­um dags­ins í dag. Óttar Sveins­son, höf­und­ur Útkalls-bók­anna, verður með bæk­ur til sölu og árit­un­ar milli klukk­an 14.30 og 15.00 og Reykja­vík­ur­deild Slysa­varna­fé­lags­ins verður með kaffi­veit­ing­ar.

Viðburður­inn er unn­inn í sam­starfi við Kvik­mynda­safn Íslands,

...