Af­komu­mál á breiðum grunni voru of­ar­lega á baugi í umræðum og álykt­un­um Búnaðarþings sem haldið var í síðustu viku. Tryggja þarf frek­ara fjár­magn til land­búnaðar svo unnt sé að efla inn­lenda land­búnaðarfram­leiðslu til sam­ræm­is við land­búnaðar­stefnu…
Fjárrekstur Ærnar renna eina slóð af fjalli. Álitaefni í landbúnaði eru mörg og bændur eru áfram um að tryggja sína stöðu annarra stétta á meðal.
Fjár­rekst­ur Ærnar renna eina slóð af fjalli. Álita­efni í land­búnaði eru mörg og bænd­ur eru áfram um að tryggja sína stöðu annarra stétta á meðal. — Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

sbs@mbl.is

Af­komu­mál á breiðum grunni voru of­ar­lega á baugi í umræðum og álykt­un­um Búnaðarþings sem haldið var í síðustu viku. Tryggja þarf frek­ara fjár­magn til land­búnaðar svo unnt sé að efla inn­lenda land­búnaðarfram­leiðslu til sam­ræm­is við land­búnaðar­stefnu til árs­ins 2040, sem samþykkt var á Alþingi á sín­um tíma. Í því sam­bandi minna bænd­ur á að toll­vernd skipti sköp­um sem hluti af starfs­skil­yrðum land­búnaðar og efla þurfi eft­ir­lit með inn­flutn­ingi land­búnaðar­vara. Þá þurfi við gerð næsta bú­vöru­samn­ings við ríkið að yf­ir­fara af­komuþróun í upp­hafi hvers árs svo hún end­ur­spegli kjör bænda til sam­ræm­is við aðrar stétt­ir. Þeir op­in­beru fjár­mun­ir sem varið sé til land­búnaðar þurfi sömu­leiðis að stuðla að auk­inni fram­leiðslu og ný­sköp­un í sátt við um­hverfið.

Samstaða þarf að nást

...