Tíma­ritið The Atlantic birti í gær nær all­an text­ann úr sam­tali helstu ráðgjafa Trumps Banda­ríkja­for­seta í þjóðarör­ygg­is­mál­um í spjall­hópi sín­um á sam­skipta­for­rit­inu Signal, en þar hafði rit­stjóra tíma­rits­ins, Jef­frey Gold­berg, verið bætt í spjall­hóp­inn af mis­gán­ingi
Leyniþjónustur Tulsi Gabbard og John Ratcliffe hafa setið fyrir svörum hjá þingnefndum beggja deilda Bandaríkjaþings vegna Signal-málsins.
Leyniþjón­ust­ur Tulsi Gabb­ard og John Ratclif­fe hafa setið fyr­ir svör­um hjá þing­nefnd­um beggja deilda Banda­ríkjaþings vegna Signal-máls­ins. — AFP/​Andrew Harnik

Tíma­ritið The Atlantic birti í gær nær all­an text­ann úr sam­tali helstu ráðgjafa Trumps Banda­ríkja­for­seta í þjóðarör­ygg­is­mál­um í spjall­hópi sín­um á sam­skipta­for­rit­inu Signal, en þar hafði rit­stjóra tíma­rits­ins, Jef­frey Gold­berg, verið bætt í spjall­hóp­inn af mis­gán­ingi.

Var spjall­hóp­ur­inn notaður til þess að ræða yf­ir­vof­andi loft­árás­ir á Húta í Jemen, og hef­ur málið vakið mikl­ar spurn­ing­ar vest­an­hafs um meðferð trúnaðar­gagna.

Var birt­ing­in svar Gold­bergs við full­yrðing­um helstu yf­ir­manna leyniþjón­ustu­stofn­ana Banda­ríkj­anna, sem sögðu fyr­ir leyniþjón­ustu­nefnd öld­unga­deild­ar Banda­ríkjaþings í fyrra­kvöld að ekk­ert sem rætt var í spjall­inu hefði verið skil­greint sem „trúnaðar­mál“ (e. con­fi­dential).

Héldu bæði Tulsi Gabb­ard, yf­ir­maður leyniþjón­ustu­stofn­an­anna, og

...