
Tímaritið The Atlantic birti í gær nær allan textann úr samtali helstu ráðgjafa Trumps Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum í spjallhópi sínum á samskiptaforritinu Signal, en þar hafði ritstjóra tímaritsins, Jeffrey Goldberg, verið bætt í spjallhópinn af misgáningi.
Var spjallhópurinn notaður til þess að ræða yfirvofandi loftárásir á Húta í Jemen, og hefur málið vakið miklar spurningar vestanhafs um meðferð trúnaðargagna.
Var birtingin svar Goldbergs við fullyrðingum helstu yfirmanna leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, sem sögðu fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í fyrrakvöld að ekkert sem rætt var í spjallinu hefði verið skilgreint sem „trúnaðarmál“ (e. confidential).
Héldu bæði Tulsi Gabbard, yfirmaður leyniþjónustustofnananna, og
...