
Ein helsta frétt síðustu viku á Íslandi var sú að frjósemi hefur aldrei verið lægri frá upphafi mælinga árið 1853. Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Árið 2024 var frjósemi kvenna búsettra á Íslandi komin niður í 1,56.
Svipaða þróun má sjá víða á Norðurlöndum. Árið 2023 var fjöldi lifandi fæddra barna á hverja konu rúmlega 1,4 í Svíþjóð, Noregi og Danmörku, en í Finnlandi fór talan niður í 1,26. Enn verri er staðan í Suður-Kóreu, þar sem frjósemi mældist 0,75 – þó með örlítilli hækkun árið 2024.
Lækkandi fæðingartíðni er mikið áhyggjuefni og veldur margvíslegum áskorunum fyrir samfélagið. Færri eru á vinnumarkaðnum og það dregur úr hagvexti og nýsköpun. Að sama skapi eykst hlutfall eldri borgara, sem býr til þrýsting á velferðarkerfið. Innlend eftirspurn minnkar, sérstaklega
...