Hæstirétt­ur hef­ur sýknað Mat­væla­stofn­un og Rík­is­út­varpið af kröf­um Bala ehf. og Geys­is-Fjár­fest­ing­ar­fé­lags ehf. í svo­kölluðu Brúneggja­máli. Staðfesti hann þar niður­stöðu Lands­rétt­ar. Fé­lög­in kröfðust viður­kenn­ing­ar á skaðabóta­ábyrgð vegna tjóns sem fé­lagið Brúnegg ehf. taldi sig hafa orðið fyr­ir vegna um­fjöll­un­ar í sjón­varpsþætt­in­um Kast­ljósi sem sýnd­ur var á sjón­varps­rás Rík­is­út­varps­ins.

Í þætt­in­um var fjallað um aðbúnað og vel­ferð hæna í varp­hús­um fyr­ir­tæk­is­ins og eft­ir­lit Mat­væla­stofn­un­ar. Bali og Geys­ir-Fjár­fest­ing­ar­fé­lag höfðu fengið kröf­urn­ar fram­seld­ar frá þrota­búi Brúneggja, að því er seg­ir í dómi Hæsta­rétt­ar.