Hefðbundinn garðsláttur gæti fyrr en síðar heyrt sögunni til, þökk sé nýjung á markaðnum. Skólafélagarnir Arngrímur Egill Gunnarsson og Andri Þór Bergmann hafa stofnað fyrirtækið Garðfix sem býður upp á leigu á sjálfvirkum sláttuvélum, svonefndum slátturóbótum

Viðskiptafélagar Andri Þór Bergmann og Arngrímur Egill Gunnarsson reka saman Garðfix.
— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Baksvið
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hefðbundinn garðsláttur gæti fyrr en síðar heyrt sögunni til, þökk sé nýjung á markaðnum.
Skólafélagarnir Arngrímur Egill Gunnarsson og Andri Þór Bergmann hafa stofnað fyrirtækið Garðfix sem býður upp á leigu á sjálfvirkum sláttuvélum, svonefndum slátturóbótum.
Félagarnir stofnuðu fyrirtækið árið 2023 og var árið í fyrra fyrsta heila rekstrarárið.
„Ég fékk hugmyndina þegar pabbi fjárfesti í slátturóbót árið 2021 og fól mér að sjá um hann. Ég sá fljótlega hvernig garðurinn gjörbreyttist á aðeins einu sumri,“ segir Arngrímur Egill sem notar orðið róbót í þessu samhengi. Einnig mætti ræða um sláttuþjarka.
...