Hefðbund­inn garðslátt­ur gæti fyrr en síðar heyrt sög­unni til, þökk sé nýj­ung á markaðnum. Skóla­fé­lag­arn­ir Arn­grím­ur Eg­ill Gunn­ars­son og Andri Þór Berg­mann hafa stofnað fyr­ir­tækið Garðfix sem býður upp á leigu á sjálf­virk­um sláttu­vél­um, svo­nefnd­um slátturó­bót­um
Viðskiptafélagar Andri Þór Bergmann og Arngrímur Egill Gunnarsson reka saman Garðfix.
Viðskipta­fé­lag­ar Andri Þór Berg­mann og Arn­grím­ur Eg­ill Gunn­ars­son reka sam­an Garðfix. — Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Baksvið

Bald­ur Arn­ar­son

baldura@mbl.is

Hefðbund­inn garðslátt­ur gæti fyrr en síðar heyrt sög­unni til, þökk sé nýj­ung á markaðnum.

Skóla­fé­lag­arn­ir Arn­grím­ur Eg­ill Gunn­ars­son og Andri Þór Berg­mann hafa stofnað fyr­ir­tækið Garðfix sem býður upp á leigu á sjálf­virk­um sláttu­vél­um, svo­nefnd­um slátturó­bót­um.

Fé­lag­arn­ir stofnuðu fyr­ir­tækið árið 2023 og var árið í fyrra fyrsta heila rekstr­ar­árið.

„Ég fékk hug­mynd­ina þegar pabbi fjár­festi í slátturó­bót árið 2021 og fól mér að sjá um hann. Ég sá fljót­lega hvernig garður­inn gjör­breytt­ist á aðeins einu sumri,“ seg­ir Arn­grím­ur Eg­ill sem not­ar orðið ró­bót í þessu sam­hengi. Einnig mætti ræða um sláttuþjarka.

...