„Þarna er mjög ein­beitt­ur brota­vilji hjá þessu stór­fyr­ir­tæki, sem hlýt­ur að hafa ein­hverj­ar af­leiðing­ar,“ seg­ir Mar­grét Tryggva­dótt­ir, formaður Rit­höf­unda­sam­bands­ins. Nú standa yfir mála­ferli rit­höf­unda gegn Meta, móður­fyr­ir­tæki Face­book, In­sta­gram…

„Þarna er mjög ein­beitt­ur brota­vilji hjá þessu stór­fyr­ir­tæki, sem hlýt­ur að hafa ein­hverj­ar af­leiðing­ar,“ seg­ir Mar­grét Tryggva­dótt­ir, formaður Rit­höf­unda­sam­bands­ins. Nú standa yfir mála­ferli rit­höf­unda gegn Meta, móður­fyr­ir­tæki Face­book, In­sta­gram og What­sApp, er snúa að brot­um á höf­und­ar­rétti þegar fyr­ir­tækið notaði í leyf­is­leysi efni höf­und­anna til að þjálfa gervi­greind­ar­tól sitt. Efnið var sótt til Li­b­Gen, sem er bóka­safn á net­inu þar sem efni er hlaðið ólög­lega inn. Þar er að finna mikið magn af ís­lensku efni, svo sem þýdd­ar bæk­ur eft­ir Arn­ald Indriðason, Hall­dór Lax­ness og vís­inda­grein­ar eft­ir þekkta Íslend­inga. » 20