— Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Sam­göngu­stofa hef­ur aflétt lok­un aust­ur/​vest­ur-flug­braut­ar á Reykja­vík­ur­flug­velli. Flug­vél­um hef­ur ekki verið heim­ilt að lenda á braut­inni síðan í byrj­un fe­brú­ar vegna hárra trjáa í Öskju­hlíð sem Sam­göngu­stofa taldi ógna flu­gör­yggi. Eins og fram kom í Morg­un­blaðinu á mánu­dag er vinnu við skóg­ar­höggið í Öskju­hlíð nú lokið og telst aðflugs­flöt­ur­inn nú hind­rana­laus.