
— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Samgöngustofa hefur aflétt lokun austur/vestur-flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélum hefur ekki verið heimilt að lenda á brautinni síðan í byrjun febrúar vegna hárra trjáa í Öskjuhlíð sem Samgöngustofa taldi ógna flugöryggi. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á mánudag er vinnu við skógarhöggið í Öskjuhlíð nú lokið og telst aðflugsflöturinn nú hindranalaus.