„… [N]ær öll 11 ára börn á Íslandi [hafa] einhverja þágufallssýki, eða 90%“ segir á Wikipediu um þá hneigð að láta sagnir sem „ættu“ að taka með sér þolfall (mig langar/vantar) taka með sér þágufall (mér langar o.s.frv.)
„… [N]ær öll 11 ára börn á Íslandi [hafa] einhverja þágufallssýki, eða 90%“ segir á Wikipediu um þá hneigð að láta sagnir sem „ættu“ að taka með sér þolfall (mig langar/vantar) taka með sér þágufall (mér langar o.s.frv.). Þetta er þá einn útbreiddasti barnasjúkdómur á landinu. Hann er þó meinlítill miðað við sumt annað.