
Halla Hrund Logadóttir
Nú á dögunum mælti ég ásamt þingflokki Framsóknar fyrir þingsályktun um að takmarka jarðakaup erlendra aðila. Tillögunni er ætlað að tryggja langtímahagsmuni Íslands með því að verja auðlindir þjóðarinnar fyrir of víðtæku eignarhaldi erlendra fyrirtækja og einstaklinga.
Alþjóðleg eftirspurn vekur spurningar um íslenskt eignarhald
Í kjölfar aukinnar alþjóðlegrar eftirspurnar eftir náttúruauðlindum hefur áhugi erlendra aðila á íslenskum jörðum aukist verulega. Þetta á sérstaklega við um jarðir sem hafa verðmæt vatnsréttindi eða aðgang að orkuauðlindum á borð við jarðhita og vindorku, eða svæði sem eru rík af jarðefnum. Gott dæmi um slíkan áhuga er nýleg jarðakaup á Mýrdalssandi, þar sem stefnt er að meiri háttar útflutningi jarðefna.
Upphaflega voru
...