
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær frumvarp, sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra mun leggja fram, um endurheimt ávinnings af ólöglegri starfsemi. Í frumvarpinu felast breytingar á meðal annars lögum um meðferð sakamála, almennum hegningarlögum og lögreglulögum.
„Það er stefna ríkisstjórnarinnar að taka fast á skipulagðri glæpastarfsemi og frumvarpið er mikilvægt skref í þeirri baráttu. Með því aukum við skilvirkni og eflum löggæsluyfirvöld til að sinna því nauðsynlega hlutverki sem felst í endurheimt illa fengins ágóða,“ sagði ráðherra í tilkynningu sem birt var á vef Stjórnarráðsins í gær.
Í tilkynningunni kemur fram að markmið frumvarpsins sé að efla getu löggæsluyfirvalda til að „rannsaka, haldleggja, kyrrsetja og gera eignir upptækar þar sem fyrir liggur fjárhagslegur ávinningur af broti.“ Þá sé
...