Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir

Rík­is­stjórn­in samþykkti á fundi sín­um í gær frum­varp, sem Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra mun leggja fram, um end­ur­heimt ávinn­ings af ólög­legri starf­semi. Í frum­varp­inu fel­ast breyt­ing­ar á meðal ann­ars lög­um um meðferð saka­mála, al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um og lög­reglu­lög­um.

„Það er stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar að taka fast á skipu­lagðri glæp­a­starf­semi og frum­varpið er mik­il­vægt skref í þeirri bar­áttu. Með því auk­um við skil­virkni og efl­um lög­gæslu­yf­ir­völd til að sinna því nauðsyn­lega hlut­verki sem felst í end­ur­heimt illa feng­ins ágóða,“ sagði ráðherra í til­kynn­ingu sem birt var á vef Stjórn­ar­ráðsins í gær.

Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að mark­mið frum­varps­ins sé að efla getu lög­gæslu­yf­ir­valda til að „rann­saka, hald­leggja, kyrr­setja og gera eign­ir upp­tæk­ar þar sem fyr­ir ligg­ur fjár­hags­leg­ur ávinn­ing­ur af broti.“ Þá sé

...