„Þetta hef­ur verið tals­vert vanda­mál hjá okk­ur und­an­farið og tölu­vert um til­kynn­ing­ar um svona mál,“ seg­ir Þor­steinn M. Krist­ins­son, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á Suður­landi, í sam­tali við Morg­un­blaðið, spurður um ágang vasaþjófa í um­dæm­inu að und­an­förnu
Þingvellir Þjófagengi frá Austur-Evrópu eru farin að gera sig gildandi á ferðamannastöðum sem og í borginni.
Þing­vell­ir Þjófa­gengi frá Aust­ur-Evr­ópu eru far­in að gera sig gild­andi á ferðamanna­stöðum sem og í borg­inni. — Morg­un­blaðið/​Eggert

Ólaf­ur E. Jó­hanns­son

oej@mbl.is

„Þetta hef­ur verið tals­vert vanda­mál hjá okk­ur und­an­farið og tölu­vert um til­kynn­ing­ar um svona mál,“ seg­ir Þor­steinn M. Krist­ins­son, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á Suður­landi, í sam­tali við Morg­un­blaðið, spurður um ágang vasaþjófa í um­dæm­inu að und­an­förnu.

Í Morg­un­blaðinu í gær var sagt frá mik­illi ásókn vasaþjófa á Þing­völl­um sem stunda þar iðju sína með skipu­lögðum hætti. Ágang­ur vasaþjófa hef­ur verið tals­verður á fleiri ferðamanna­stöðum á Suður­landi, svo sem við Gull­foss og Geysi, og staðfest­ir Þor­steinn að svo sé.

Þá hef­ur lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu varað við þjóf­um sem hafa verið á ferðinni á miðborg­ar­svæðinu und­an­farna daga. Þeir eru sagðir er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar og herja á ferðamenn og hafa borist til­kynn­ing­ar um slík

...