
Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
„Þetta hefur verið talsvert vandamál hjá okkur undanfarið og töluvert um tilkynningar um svona mál,“ segir Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Morgunblaðið, spurður um ágang vasaþjófa í umdæminu að undanförnu.
Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá mikilli ásókn vasaþjófa á Þingvöllum sem stunda þar iðju sína með skipulögðum hætti. Ágangur vasaþjófa hefur verið talsverður á fleiri ferðamannastöðum á Suðurlandi, svo sem við Gullfoss og Geysi, og staðfestir Þorsteinn að svo sé.
Þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varað við þjófum sem hafa verið á ferðinni á miðborgarsvæðinu undanfarna daga. Þeir eru sagðir erlendir ríkisborgarar og herja á ferðamenn og hafa borist tilkynningar um slík
...