Dagur B. Eggertsson
Dag­ur B. Eggerts­son

Í vik­unni voru kynnt drög að frum­varpi um leiðrétt­ingu veiðigjalda. Sú leiðrétt­ing mun gera stjórn­völd­um kleift að fjár­festa í veg­um og innviðum í land­inu og vinna á þeirri gríðarlegu innviðaskuld sem fyrri rík­is­stjórn skildi eft­ir sig.

Fjár­hæð veiðigjalda sam­kvæmt frum­varp­inu tvö­fald­ast. Við fáum eðli­legri hluta af arðinum af auðlind­inni til upp­bygg­ing­ar sam­fé­lags­ins, í stað þess að veiðigjöld dugi aðeins fyr­ir um­sýslu og rann­sókn­um vegna sjáv­ar­út­vegs.

At­hygli vek­ur að þessi niðurstaða fæst með því að byggja gjald­tök­una á raun­veru­legu markaðsverði á fiski í stað þess að miða við verð sem út­gerðin sjálf hef­ur gefið upp, að stór­um hluta í viðskipt­um við land­vinnslu í eigu sömu aðila. Upp­gefið verðmæti hef­ur með öðrum orðum verið aðeins um helm­ing­ur af markaðsverði. Rík­is­sjóður hef­ur orðið af millj­arðatug­um vegna þessa. Hingað til hef­ur út­gerðin og tals­menn

...

Höf­und­ur: Dag­ur B. Eggerts­son