
Í vikunni voru kynnt drög að frumvarpi um leiðréttingu veiðigjalda. Sú leiðrétting mun gera stjórnvöldum kleift að fjárfesta í vegum og innviðum í landinu og vinna á þeirri gríðarlegu innviðaskuld sem fyrri ríkisstjórn skildi eftir sig.
Fjárhæð veiðigjalda samkvæmt frumvarpinu tvöfaldast. Við fáum eðlilegri hluta af arðinum af auðlindinni til uppbyggingar samfélagsins, í stað þess að veiðigjöld dugi aðeins fyrir umsýslu og rannsóknum vegna sjávarútvegs.
Athygli vekur að þessi niðurstaða fæst með því að byggja gjaldtökuna á raunverulegu markaðsverði á fiski í stað þess að miða við verð sem útgerðin sjálf hefur gefið upp, að stórum hluta í viðskiptum við landvinnslu í eigu sömu aðila. Uppgefið verðmæti hefur með öðrum orðum verið aðeins um helmingur af markaðsverði. Ríkissjóður hefur orðið af milljarðatugum vegna þessa. Hingað til hefur útgerðin og talsmenn
...