Leik­ar­inn Ingvar E. Sig­urðsson prýddi í gær forsíðu menn­ing­ar­vefjar dag­blaðsins The ­Guar­di­an og sást þar uppi í rúmi með ung­um manni. Til­efnið var ný kvik­mynd, Sebastian, sem Ingvar leik­ur í og fjall­ar um ung­an pilt sem fer að selja lík­ama sinn…
Úr Sebastian Ingvar E. og Ruaridh Mollica í hlutverkum sínum.
Úr Sebastian Ingvar E. og Ru­aridh Mollica í hlut­verk­um sín­um.

Leik­ar­inn Ingvar E. Sig­urðsson prýddi í gær forsíðu menn­ing­ar­vefjar dag­blaðsins The ­Guar­di­an og sást þar uppi í rúmi með ung­um manni. Til­efnið var ný kvik­mynd, Sebastian, sem Ingvar leik­ur í og fjall­ar um ung­an pilt sem fer að selja lík­ama sinn eldri mönn­um. Leik­ur Ingvar einn þeirra, mann að nafni Daniel Lar­son en pilt­inn unga leik­ur Ru­aridh Mollica.

Sebastian fjall­ar um sam­nefnd­an ung­an mann sem er rit­höf­und­ur og fer að selja lík­ama sinn í þeim til­gangi til að afla sér efn­is í skáld­sögu. Leik­stjóri mynd­ar­inn­ar, Mik­ko Mäkelä, seg­ir í viðtali í The Guar­di­an að hann hafi áttað sig á því að hann væri sam­kyn­hneigður þegar hann var 11 ára. Hann ólst upp í smá­bæ í Finn­landi nærri landa­mær­un­um að Rússlandi og seg­ist hafa sökkt sér í kvik­mynd­ir og þá m.a. mynd­ir sem fjölluðu um sam­kyn­hneigða, þeirra á meðal Brokeback

...