
Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson prýddi í gær forsíðu menningarvefjar dagblaðsins The Guardian og sást þar uppi í rúmi með ungum manni. Tilefnið var ný kvikmynd, Sebastian, sem Ingvar leikur í og fjallar um ungan pilt sem fer að selja líkama sinn eldri mönnum. Leikur Ingvar einn þeirra, mann að nafni Daniel Larson en piltinn unga leikur Ruaridh Mollica.
Sebastian fjallar um samnefndan ungan mann sem er rithöfundur og fer að selja líkama sinn í þeim tilgangi til að afla sér efnis í skáldsögu. Leikstjóri myndarinnar, Mikko Mäkelä, segir í viðtali í The Guardian að hann hafi áttað sig á því að hann væri samkynhneigður þegar hann var 11 ára. Hann ólst upp í smábæ í Finnlandi nærri landamærunum að Rússlandi og segist hafa sökkt sér í kvikmyndir og þá m.a. myndir sem fjölluðu um samkynhneigða, þeirra á meðal Brokeback
...