
Stjórnmál
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Dómsmálaráðherra segir að von sé á frumvarpi í haust til þess að leysa vanda vegna hælisleitenda sem bíða brottvísunar og nefnir að raunin sé svipuð með þá hælisleitendur sem ekki hafa hlotið afgreiðslu.
„Íslensk stjórvöld hafa undirgengist skuldbindingar við önnur ríki Schengen-samkomulagsins og við þurfum að uppfylla þau með tilhlýðilegum hætti,“ sagði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir í samtali við Morgunblaðið að loknum ríkisstjórnarfundi í gær.
Þar á meðal séu ákvæði um lokuð búsetuúrræði fyrir fólk sem leitað hefur alþjóðlegrar verndar inni á Schengen-svæðinu en fengið synjun. Íslensk stjórnvöld hafa fengið athugasemdir frá öðrum ríkjum Schengen um að þess sé ekki gætt sem skyldi
...