Dóms­málaráðherra seg­ir að von sé á frum­varpi í haust til þess að leysa vanda vegna hæl­is­leit­enda sem bíða brott­vís­un­ar og nefn­ir að raun­in sé svipuð með þá hæl­is­leit­end­ur sem ekki hafa hlotið af­greiðslu
Hælisleitendur Straumur hælisleitenda hefur rénað nokkuð, en að ofan sjást mótmæli hælisleitenda 2019, sem kröfðust landvistarleyfis og meiri réttinda.
Hæl­is­leit­end­ur Straum­ur hæl­is­leit­enda hef­ur rénað nokkuð, en að ofan sjást mót­mæli hæl­is­leit­enda 2019, sem kröfðust land­vist­ar­leyf­is og meiri rétt­inda. — Morg­un­blaðið/​Eggert

Stjórn­mál

Andrés Magnús­son

andres@mbl.is

Dóms­málaráðherra seg­ir að von sé á frum­varpi í haust til þess að leysa vanda vegna hæl­is­leit­enda sem bíða brott­vís­un­ar og nefn­ir að raun­in sé svipuð með þá hæl­is­leit­end­ur sem ekki hafa hlotið af­greiðslu.

„Íslensk stjór­völd hafa und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar við önn­ur ríki Schengen-sam­komu­lags­ins og við þurf­um að upp­fylla þau með til­hlýðileg­um hætti,“ sagði Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í gær.

Þar á meðal séu ákvæði um lokuð bú­setu­úr­ræði fyr­ir fólk sem leitað hef­ur alþjóðlegr­ar vernd­ar inni á Schengen-svæðinu en fengið synj­un. Íslensk stjórn­völd hafa fengið at­huga­semd­ir frá öðrum ríkj­um Schengen um að þess sé ekki gætt sem skyldi

...