Þétting byggðar hefur verið hröð í höfuðborginni á undanförnum árum. Reykjavíkurborg hefur borist fyrirspurn um það hvort til greina komi umfangsmikil uppbygging á svokölluðum Hátúnsreit. Hann nær til lóðanna Hátúns 10-14 og markast af Kringlumýrarbraut, Laugavegi og Hátúni

Hátúnsreitur Eins og myndin sýnir eru miklir möguleikar til uppbyggingar meðfram Laugavegi og Suðurlandsbraut. Atvinnuhúsnæði yrði í horninu neðst.
— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Baksvið
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Þétting byggðar hefur verið hröð í höfuðborginni á undanförnum árum.
Reykjavíkurborg hefur borist fyrirspurn um það hvort til greina komi umfangsmikil uppbygging á svokölluðum Hátúnsreit. Hann nær til lóðanna Hátúns 10-14 og markast af Kringlumýrarbraut, Laugavegi og Hátúni.
Það eru Nordic arkitektar sem senda fyrirspurnina til skipulagsyfirvalda fyrir hönd lóðarhafa, sem eru Brynja leigufélag, Sjálfsbjörg og Íþróttafélag fatlaðra.
Tilgangur Brynju er að kaupa, eiga og reka húsnæði fyrir öryrkja. Hlutverk Sjálfsbjargar er að vinna að fullkominni þátttöku og jafnrétti hreyfihamlaðs fólks.
...