Þétt­ing byggðar hef­ur verið hröð í höfuðborg­inni á und­an­förn­um árum. Reykja­vík­ur­borg hef­ur borist fyr­ir­spurn um það hvort til greina komi um­fangs­mik­il upp­bygg­ing á svo­kölluðum Há­túns­reit. Hann nær til lóðanna Há­túns 10-14 og mark­ast af Kringlu­mýr­ar­braut, Lauga­vegi og Há­túni
Hátúnsreitur Eins og myndin sýnir eru miklir möguleikar til uppbyggingar meðfram Laugavegi og Suðurlandsbraut. Atvinnuhúsnæði yrði í horninu neðst.
Há­túns­reit­ur Eins og mynd­in sýn­ir eru mikl­ir mögu­leik­ar til upp­bygg­ing­ar meðfram Lauga­vegi og Suður­lands­braut. At­vinnu­hús­næði yrði í horn­inu neðst. — Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Baksvið

Sig­trygg­ur Sig­tryggs­son

sisi@mbl.is

Þétt­ing byggðar hef­ur verið hröð í höfuðborg­inni á und­an­förn­um árum.

Reykja­vík­ur­borg hef­ur borist fyr­ir­spurn um það hvort til greina komi um­fangs­mik­il upp­bygg­ing á svo­kölluðum Há­túns­reit. Hann nær til lóðanna Há­túns 10-14 og mark­ast af Kringlu­mýr­ar­braut, Lauga­vegi og Há­túni.

Það eru Nordic arki­tekt­ar sem senda fyr­ir­spurn­ina til skipu­lags­yf­ir­valda fyr­ir hönd lóðar­hafa, sem eru Brynja leigu­fé­lag, Sjálfs­björg og Íþrótta­fé­lag fatlaðra.

Til­gang­ur Brynju er að kaupa, eiga og reka hús­næði fyr­ir ör­yrkja. Hlut­verk Sjálfs­bjarg­ar er að vinna að full­kom­inni þátt­töku og jafn­rétti hreyfi­hamlaðs fólks.

...