Guðmundur Hjaltason, alþýðufræðari og lýðháskólafrömuður, fæddist á Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum 17. júlí árið 1853. Þar ólst hann upp við gott atlæti hjá fósturforeldrum sínum, Einari Halldórssyni og k.h. Halldóru Jónsdóttur bændum á Ásbjarnarstöðum. Foreldrar Guðmundar voru Hjalti Hjaltason, f. 1824, d. 1865, vinnumaður á Ásbjarnarstöðum, og Kristín Jónsdóttir, f. 1829, d. 1873, vinnukona á sama bæ.

Guðmundur var styrktur til náms í Vonheim-lýðháskólanum í Gausdal í Noregi. Hann var við norska og danska lýðháskóla í 12 ár, fyrst sem nemandi og síðar kennari. Þegar Guðmundur kom heim að áeggjan Ungmennafélags Íslands ætlaði hann að stofna lýðháskóla en hann var of langt á undan sinni samtíð. Áform hans rættust ekki. Í staðinn hóf hann fyrirlestahald um land allt. oft á vegum ungmennafélagshreyfingarinnar.

Uppeldissjónarmið Guðmundar voru mótuð af fornum dygðum en milduð af kærleiksboðskap kristindómsins. Hann bar hag vinnukvenna

...