• Sergei Vlasov fæddist árið 1990 í St. Pétursborg í Rússlandi. Hann lauk MS-prófi í hagnýtri stærðfræði við ITMO-háskólann í Sankti-Pétursborg árið 2013. Hann hóf haustið 2014 sameiginlegt doktorsnám við Háskóla Íslands og við ITMO-háskólann. Áhugamál hans eru skammtafræði, heimspeki og klettaklifur.
Sergei Vlasov hefur lokið doktorsritgerð sinni í efnafræði við Háskóla Íslands og ITMO-háskólann í Sankti Pétursborg í Rússlandi. Ritgerðin nefnist Skammtafræðilegt smug milli segulástanda.
Andmælendur voru dr. Dmitrii E. Makarov, prófessor við Texas-háskóla í Austin, Bandaríkjunum, og dr. Oleg A. Tretiakov, aðstoðarprófessor við Tohoku-háskólann, Japan.
Leiðbeinendur voru Hannes Jónsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands, og Valery M. Uzdin, prófessor í eðlisfræði við ITMO-háskóla í St. Pétursborg. Viðar Guðmundsson, prófessor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands, var einnig í doktorsnefndinni.