Eftir Pál Torfa Önundarson: „Myndi þjónusta rakara batna væru rakarastofur allar sameinaðar í eina opinbera stofnun og ríkið takmarkaði fjölda rakara og rakarastóla?“
Páll Torfi Önundarson
Páll Torfi Önundarson

Yfirlýstur tilgangur stofnunar sameinaðs Landspítala árið 1999 var að bæta þjónustu og minnka útgjöld. Þar er flóknasta bráðaþjónusta og lækningar á Íslandi. Að auki er gangandi fólk læknað í öllum læknisfræðilegum sérgreinum. En það berast sífelldar fréttir af neyðarástandi, „fráflæðisvanda“, gangainnlögnum, biðlistum og teppu vegna manneklu og húsnæðisskorts. Vandamálið hefur bara versnað, sbr. um 90 rúm (17%, jafngildir um fjórum legudeildum) eru að staðaldri teppt af sjúklingum sem komast hvergi þótt meðferð sé lokið. Og heilbrigðisráðuneytið vill færa stofurekstur sérfræðilækna inn á göngudeildir LSH. Nýlegt dæmi taugalæknis sem hvorki fær starf á LSH né samning við sjúkratryggingar sýnir hvert stefnir.

Það virðist vera vilji íslenskra ráðamanna, hvar í flokk sem þeir skipa sér, að koma mestöllum sérhæfðum lækningum fyrir á einum risastórum vinnustað í Vatnsmýrinni því sjaldnast malda þeir í móinn. Er það sjúklingum fyrir bestu? Myndi þjónusta

...