Eftir Óla Björn Kárason: „Þegar yfirvöld heilbrigðismála koma í veg fyrir að sérfræðilæknar hafi samning við Sjúkratryggingar, er grafið undan styrkleika heilbrigðiskerfisins.“
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

„Það er verið að skemma kerfið. Ef eitthvað er að þessu kerfi, sem ég er reyndar ekki viss um, þá á ekki að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökkla. Okkur hefur þótt að ráðherrann og heilbrigðisyfirvöld hafi ekki nægan skilning á þessum hlutum.“

Þannig komst Þórarinn Guðnason, formaður Læknafélags Reykjavíkur, að orði á Sprengisandi Bylgjunnar síðastliðinn sunnudag. Þar ræddi hann þá stöðu sem upp er kominn í heilbrigðiskerfinu. Óvissa er um hvort og þá með hvaða hætti rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna verði endurnýjaður þegar hann rennur út um komandi áramót. Samkvæmt ákvörðun heilbrigðisyfirvalda hafa nýir læknar ekki fengið aðild að samningnum þrátt fyrir að skortur sé á sérfræðilæknum m.a. í gigtarlækningum, hjartalækningum, öldrunarlækningum, taugalækningum, húðlækningum og svæfingalækningum.

Hagsmunir hinna sjúkratryggðu

Steingrímur...