Eftir Ásgeir Jónsson: „Nýjungar í læknisfræði verða til í virtum háskólum vestanhafs og austan og þangað sækja íslenskir læknar sína menntun.“
Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson

Mikil umræða hefur skapast vegna þeirrar ákvörðunar heilbrigðisráðherra að neita nýjum sérfræðilæknum um aðgang að rammasamningi við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ), þrátt fyrir að fjölmargir læknar hafi hætt störfum á undanförnum tveimur árum og tilfinnanlegur skortur sé á sérfræðilæknum í mörgum sérgreinum.

Enginn nýr sérfræðilæknir hefur fengið samning sl. tvö ár. Samningur við SÍ tryggir greiðsluþátttöku við komu til sérfræðilæknis. Án slíks samnings lendir allur kostnaður við komu til sérfræðilæknis á sjúklingi og einnig kostnaður við rannsóknir sem kunna að vera nauðsynlegar við greiningu og meðferð. Sá kostnaður getur hæglega hlaupið á tugum þúsunda.

Heilbrigðisráðherra vill efla göngudeildarþjónustu á Landspítala (LSH). Rök heilbrigðisráðherra eru tvíþætt, skilst mér. Annars vegar að kostnaður við sérfræðiþjónustu utan LSH hefur farið fram úr fjárheimildum og hins vegar að teymisvinna sé öflugri á LSH. Hið fyrra stenst skoðun

...