Eftir Óla Björn Kárason: „Óskilgetið afkvæmi ríkisvæðingar allrar heilbrigðisþjónustu er tvöfalt kerfi. Gegn því mun ég berjast.“
Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason

Við Íslendingar getum verið hreykin af heilbrigðiskerfinu, sem þrátt fyrir alla sína galla er meðal þess besta sem þekkist í heiminum. Við höfum byggt upp þjónustu þar sem reynt er að fremsta megni að tryggja jafnan aðgang landsmanna óháð efnahag. Tvöfalt heilbrigðiskerfi, þar sem hinir efnameiri geta keypt betri og skjótari þjónustu hefur verið eitur í beinum okkar.

Ég hef í ræðu og riti haldið því fram að yfirgnæfandi meirihluti okkar Íslendinga líti svo á að í gildi sé sáttmáli – sáttmáli þjóðar sem ekki megi brjóta: Við höfum sammælst um að fjármagna sameiginlega öflugt heilbrigðiskerfi þar sem allir geta notið nauðsynlegrar þjónustu og aðstoðar án tillits til efnahags eða búsetu.

Ég óttast að það sé að molna hratt undan sáttmálanum. Hægt en örugglega er tvöfalt heilbrigðiskerfi að verða til á Íslandi.

Öfugsnúið og bogið

Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá...