Eftir Halldór Blöndal: „Stefna ráðherra liggur ljós fyrir: Það á að mismuna sjúklingum, láta einn borga meir en annan fyrir sömu þjónustuna!“
Halldór Blöndal
Halldór Blöndal

Mér þóttu það mikil og góð tíðindi þegar Anna Björnsdóttir, taugalæknir og sérfræðingur í parkinsonsjúkdómi og hreyfiröskun, sneri heim aftur. Hér á landi eru sérfræðingar með sambærilega menntun teljandi á fingrum annarrar handar og landlæknir hefur metið stöðuna svo, að bið parkinsonsjúklinga eftir þjónustu sé óviðunandi, enda hafa margir orðið að bíða mánuðum saman. Þörfin fyrir sérfræðing með menntun Önnu var því brýn. Það sést glöggt á því að síðan Anna opnaði læknastofu sína í síðustu viku höfðu henni borist yfir hundrað tilvísanir fyrir helgi og hefur eflaust fjölgað síðan. Flestir sjúklinganna eru með parkinson eða grun um parkinson en á Íslandi eru á milli 700 og 800 einstaklingar með parkinson.

Nú skyldu menn ætla að heilbrigðisráðherra tæki því vel, að Anna Björnsdóttir kæmi til starfa hér heima. En það er síður en svo. Í Kastljósi í síðustu viku sagði ráðherra að það hjálpaði ekki parkinsonsjúklingi á Þórshöfn þótt opnuð yrði ein

...