Eftir Vilhjálm Bjarnason: „Sennilega eru allir þeir sem eru „normal“ svo flatir persónuleikar að þeir geta ekki orðið geðveikir.“
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Það er kunnara en frá þurfi að greina, að mannskepnan þarf á aðstoð við að halda lífi allt sitt skeið og til þess sækir hún til lækna. Til eru einnig þeir, sem þurfa á lítilli aðstoð að halda til að halda lífi og sækja sjaldan til lækna. Einn veit ég um, sem notar áfengi sem lyf við flestum meinum, hvort heldur verkjum, þunglyndi eða léttlyndi. Eitt sinn fékk sá skjálfta vinstra megin í brjóstholi og taldi það vera hættulegt. Slíkt hafði hann aldrei fundið áður. Manninum var komið undir læknishendur. Sá sagði honum að þetta væri eðlilegt, það væri hjarta að slá. „Nú,“ sagði maðurinn. „Hvað er það, er maðurinn með hjarta? Hvað er það? Til hvers er það? Ég hef aldrei fyrr heyrt um það!“ Með það var maðurinn útskrifaður úr heimsókn til læknisins.

Óumbeðin vitjun

Það var verra með ráðherrann, sem fékk óumbeðna vitjun læknis. Læknirinn sagði ráðherrann ekki „normal“. Ráðherrann hafði nokkru áður lýst því yfir...