Eftir Ólaf Sigurðsson: „Sonur minn er einn af þessum drengjum sem mikið er talað um í dag. Óhamingjusömu drengjum.“
Ólafur Sigurðsson
Ólafur Sigurðsson

Sonur minn er orðinn 22ja ára. Hann fæddist erlendis og bjó þar meira eða minna þar til hann var 12 ára. Árið 2008 álpuðumst við til að flytja með hann heim. Það hefðum við aldrei átt að gera.

Hér mætti hann einelti í skóla. Hann var ekki úr hverfinu, hafði ekki búið í sömu götunni alla ævi, og því var lokað á hann. Strákarnir vörðu sitt svæði. Enga nýja hingað, og alls ekki einhverja erlenda gaura. Hann var rólegur, viðkvæmur og feiminn, ekki nægilega töff. Skólayfirvöld vörðu hegðun þessara drengja. Þau sögðu að þessir strákar væru svo kaldir karlar og brostu af aðdáun.

Þegar hann fór í menntaskóla var sjálfstraust hans í molum. Reyndi ekki að tengjast krökkum. Hann fór með veggjum. Þegar krakkarnir hlupu út úr menntaskólanum á föstudegi til að fara saman niður í bæ, þá sá ég son minn labba einan á næstu strætóstöð. Hann átti sem sagt enga vini. Hann stóð sig ágætlega í námi, þegar hann nennti að líta í bók, en var farinn að

...