Frá því mér var úthlutaður rammi á tíu daga fresti á leiðarasíðu Morgunblaðsins, í aðdraganda þingkosninga 2017, hef ég iðulega verið spurð að því hvernig ég hafi geð í mér að skrifa í þennan fjölmiðil. Fyrirspyrjendur segja allir ástæðu spurningarinnar þá sömu. Ritstjórinn sem stýrir þessu blaði hefur um áratugaskeið verið þess háttar gerandi í íslensku samfélagi að það er óásættanlegt að margra mati að kjörinn fulltrúi jafnaðarmanna á Íslandi, helsta óvinar ritstjórans fyrr og síðar, taki þátt í að fylla blað ritstjórans með orðum sínum.

Mín skoðun til þessa dags hefur verið sú að það skipti máli að boðskapur og stefna okkar jafnaðarmanna í Samfylkingunni berist sem víðast. Að þrátt fyrir ritstjórann, sem augljóslega hefur ekki það markmið að efla veg og virðingu Morgunblaðsins með setu sinni í ritstjórastól, sé það mikilvægt að þeir lesendur Morgunblaðsins sem eftir eru fái lesið það sem við höfum fram að færa.

Þá hef ég einnig

...

Höfundur: Helga Vala Helgadóttir