Borghildur Thors fæddist í Reykjavík 27. maí 1933. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 1. mars 2019.

Foreldrar hennar voru Hilmar Thors, f. 7. júlí 1908, d. 10. júlí 1939, og Elísabet Ólafsdóttir Thors, f. 4. júlí 1910, d. 16. desember 1999.

Systkini Borghildar voru Margrét Þorbjörg Thors, f. 6. júlí 1935, d. 18. ágúst 1965, og Ólafur Björnsson Thors, f. 31. desember 1937.

Borghildur giftist Oddi Björnssyni leikritaskáldi, f. 25. október 1932, d. 21. nóvember 2011, 10. október 1954. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Hilmar, f. 1957, fyrri maki: Þórey Sigþórsdóttir, f. 1965, börn þeirra a) Hera, f. 1988, sambýlismaður Sam Keeley, f. 1990, og b) Oddur Sigþór, f. 2001. Þau skildu. Síðari maki Hilmars: Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir, f. 1967. 2) Elísabet Álfheiður, f. 1958, maki: Ómar Jóhannsson, f. 1948, börn þeirra a) Oddur, f. 1993, b) Arnar, f. 1994.

Borghildur var um árabil

...