Eftir Geir Waage: „Eg álít það vera óbilgirni að ekki sje sagt grimmd að fá konu við slíkar aðstæður heimild eða hvatningu að lögum til að vinna jóði sínu mein.“
Geir Waage
Geir Waage

Þegar kristni var lögtekin á Íslandi, var gerður sá skilmáli að lögum, að barnaútburður var leyfður, þrátt fyrir kröfu kristinna manna um mannhelgi. Menn töldu aldur sinn í vetrum, enda skortur árlægur og mannfellir af hungri. Barn fætt síðsumars eða árla vetrar átti í hallæri litla lífsvon og viðbúið, að mjólkandi móðir deildi örlögum með barni sínu. Hallæri voru tíð. Allar kynslóðir Íslendinga þekktu hungur fram á 20. öld og margir þeir sem fæddust á síðustu öld bjuggu við skort og þekktu svengd af eigin raun einhvern tíma á sinni ævi.

Nú er auðsæld í landi og úrræði til að ala bæði aldna og óborna þótt auðfundin sjeu dæmi þess, að annað sje látið ganga fyrir velferð þeirra, sem ósjálfbjarga eru. Vild þeirra, sem með fjárráð fara fyrir almenningi gengur fyrir velferð barna og gamalmenna á ýmsa grein. Mestu varðar, að meðaltalið sje fullnægjandi í excel-bókhaldinu.

Gildandi lög um fóstureyðingar kosta um eitt þúsund óborinna

...