Eftir Dagbjörtu F. Ásgeirsdóttur: „Sonur minn er sjúklingur. Í þau skipti sem hægt er að hjálpa honum kemur sú leynd sem umlykur sjúkdóminn í veg fyrir að það sé hægt. Af hverju?“
Dagbjört F. Ásgeirsdóttir
Dagbjört F. Ásgeirsdóttir

Sonur minn er veikur. Hann er með lífshættulegan sjúkdóm sem hann berst við. Þegar hann liggur inni á sjúkrahúsi má ég ekki fá neinar upplýsingar. Samt er ég skráð sem hans nánasti aðstandandi. Hann er sjálfráða einstaklingur sem ný persónuverndarlög gilda um og vernda. Ég fæ ekki að vita hvernig læknismeðferðin gengur, hvenær hann er eða var á sjúkrahúsi eða hvort hann er útskrifaður.

Ég þekki konu sem á veikan föður. Hann er með lífshættulegan sjúkdóm sem hann berst við. Þegar hann liggur inni á sjúkrahúsi fá þau systkinin allar þær upplýsingar sem þau óska eftir eða taldar eru geta hjálpað föðurnum og þeim. Hann er sjálfráða einstaklingur sem ný persónuverndarlög gilda um og vernda.

Þessi kona fær að vita hvað fer ofan í föður hennar og hvað kemur frá honum. Ég fæ engar upplýsingar um son minn. Hún fær að vita hvort hann á að fara í aðgerð, ef ekki þá af hverju. Ég fæ ekkert að vita um son minn. Hún fær að vita hvenær hann fer

...