Baksvið

Helgi Bjarnason

helgi@mbl.is

Verði tilllögur stjórnarflokkanna í Noregi um álagningu framleiðslugjalds á lax úr sjókvíum að lögum verður gjaldtaka af norsku fiskeldi mun lægri en af íslensku. Munurinn ræðst af verðþróun á mörkuðum en gjaldið verður að minnsta kosti tvöfalt á við það sem hér er, jafnvel fjórfalt hærra ef langtímaspár um laxaverð á heimsmarkaði ganga eftir.

Tillaga norsku ríkisstjórnarinnar um að taka upp framleiðslugjald af sjókvíaeldi kveður á um að innheimta skuli 40 norska aura á hvert kíló af eldislaxi og silungi sem framleiddur er í sjóeldi sem svarar til tæplega 6 króna íslenskra. Gjaldtakan hefst á næsta ári. Tekjurnar eiga að renna til sveitarfélaga og fylkja þar sem fiskeldi er stundað. Á móti mun ríkið taka stærri hlut af öðrum tekjum sem sveitarfélögin hafa af fiskeldinu.

Gjaldið er heldur hærra en fiskeldisiðnaðurinn hafði lagt til en þó

...