Fréttaskýring

Ragnhildur Þrastardóttir

ragnhildur@mbl.is

Reykjavíkurborg hefur óskað eftir því við umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis að sveitarfélög fái sjálf að ákveða hvort hreyfihamlaðir fái að aka um göngugötur.

Með breytingu á umferðarlögum sem tók gildi um áramótin varð hreyfihömluðum heimilt að aka um göngugötur en að mati borgarinnar er „vandséð í hvaða tilgangi hreyfihamlaðir eigi að aka um göngugötur ef þar er ekki að finna bílastæði fyrir hreyfihamlaða eða aðstæður til aksturs“, að því er fram kemur í minnisblaði frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar.

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir að borgin hafi ákveðið að fara „undir radarinn“ með beiðni sína.

„Borgin hefur ekki leitað að víðtæku samráði við hagsmunasamtök hreyfihamlaðs fólks um þetta mál,“ segir Bergur.

Skilaboðin

...