Engar mútur segir Þorsteinn Már. Óheppinn með starfsfólk. Þetta voru bara einhverjar greiðslur til ráðgjafa. Líklega líka greiðslurnar sem voru greiddar beint inn á persónulega reikninga ráðamanna.

Það er hægt að spyrja sig einfaldrar spurningar, er hægt að búast við öðru? Myndum við búast við því að fólk myndi bara gangast við sök og játa? Ef við búumst ekki við því, af hverju gerum við það? Er það vegna þess að við myndum sjálf ekki gangast við sök í sömu aðstæðum? Ef við búumst við því að fólk gangist að sök, hvers vegna er það alla jafna ekki gert þegar um er að ræða fólk í valdastöðum?

Við höfum mýmörg dæmi á undanförnum árum þar sem upp kemst um ýmislegt vafasamt. Í einhverjum málum hefur fallið dómur á meðan í öðrum málum virðist ekkert hafa einu sinni verið rannsakað eða ef það hefur verið rannsakað, þá vissum við ekkert um það og hvernig þeirri rannsókn lauk.

Saga um einn af fáum sem voru sakfelldir

...

Höfundur: Björn Leví Gunnarsson