Eftir Pétur Magnússon og Stefán Yngvason: „Við erum með öfluga leiðtoga með bein í nefinu til að stýra málum, lesa í aðstæður á hverjum tíma og hafa dug til að láta ekki undan alls kyns þrýstingi og sérhagsmunum.“
Stefán Yngvason
Stefán Yngvason

Þessa dagana rís þriðja bylgja Covid19-faraldursins sem hæst hér á landi og er óhætt að segja að við lifum á einstökum tímum í okkar samfélagi. Mikilvægt er að allir aðilar í þjóðfélaginu standi saman í baráttunni gegn þessum vágesti þó ástandið sé sannarlega farið að reyna vel á þolinmæði okkar allra. Veiran fer ekki í manngreinarálit og getur komið upp hvar sem er. Veiran veldur ekki bara ótímabærum andlátum og erfiðum veikindum hjá áhættuhópum. Sumir þeirra sem sýkjast og fá jafnvel ekki mikil einkenni geta samt verið að glíma við eftirstöðvarnar í langan tíma eftir sýkingu. Það er því ekki í boði að leyfa veirunni að leika lausum hala. Enginn vill hafa það á samviskunni að smita aðra manneskju þannig að hún hljóti varanlega skaða af.

Endurhæfing covid-sjúklinga á Reykjalundi

Í upphafi faraldursins gerðu Reykjalundur og Landspítali samning um að Reykjalundur myndi sinna endurhæfingu covid-sjúklinga...